Opna „beygða“ píramídann

Fornleifaráðherrann fyrir framan pýramídann.
Fornleifaráðherrann fyrir framan pýramídann. AFP

Stjórn­völd í Egyptalandi opnuðu í dag tvo forna pýra­mída sunn­an við höfuðborg­ina Kaíró og sviptu um leið hul­unni af fjölda steink­istna sem fund­ust þar ný­lega, en nokkr­ar þeirra hafa að geyma vel varðveitt­ar múmí­ur.

Khaled al-An­ani, forn­leifaráðherra Egypta­lands, sagði við blaðamenn í dag að pýra­mídi kon­ungs­ins Sneferu, sem var fyrsti fara­ó­inn af fjórðu kon­ung­s­ætt Egypta­lands til forna, væri nú op­inn á ný eft­ir að hafa verið lokað árið 1965, ásamt öðrum pýra­mída til viðbót­ar.

Pýra­mídi Sneferu er jafn­an þekkt­ur sem „beygði pýra­míd­inn“, þar sem hall­inn á efri hluta hans er tölu­vert minni en á neðri hlut­an­um.

Hóp­ur forn­leifa­fræðinga á svæðinu hef­ur að sögn ráðherr­ans einnig fundið steink­ist­ur og leif­ar eft­ir forn­an stein­vegg, frá því fyr­ir um fjög­ur þúsund árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert