26 látnir í árás á hótel

Fundur stjórnmálamanna og leiðtoga ættbálka af svæðinu stóð yfir í …
Fundur stjórnmálamanna og leiðtoga ættbálka af svæðinu stóð yfir í salarkynnum hótelsins. AFP

Minnst 26 létust og 56 eru særðir eftir hryðjuverkaárás á hótel í sunnanverðri Sómalíu, en öryggissveitir í landinu hafa náð tökum á aðstæðum og leyst umsátrið.

Hryðjuverkjasamtökin Al-Shabaab hafa lýst árásinni á hendur sér, en hún fór þannig fram að bíl var ekið inn á hótelið og hann sprengdur í loft upp áður en árásarmenn réðust inn og skutu á hótelgesti.

Fundur stjórnmálamanna og leiðtoga ættbálka af svæðinu stóð yfir í salarkynnum hótelsins þegar árásin átti sér stað og eru margir hinna látnu í þeirra hópi, auk tveggja fréttamanna.

Uppfært klukkan 9:00: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum staðfestum fjölda látinna og slasaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert