Filippseyjar slíti tengslin við Ísland

Imee Marcos í kosningabaráttu fyrr á þessu ári, áður en …
Imee Marcos í kosningabaráttu fyrr á þessu ári, áður en hún varð öldungadeildarþingmaður. AFP

Imee Marcos, öld­unga­deild­arþingmaður á Fil­ipps­eyj­um, vill að stjórn­völd lands­ins rjúfi und­ir eins stjór­mála­sam­band sitt við Ísland. 

„Sterkr­ar yf­ir­lýs­ing­ar er þörf, um að gild­um og póli­tísk­um stefn­um annarra landa, en mörg þeirra eru þróuð ríki á borð við Ísland, geti ekki verið þröngvað upp á sjálf­stætt land eins og Fil­ipps­eyj­ar,“ seg­ir hún í yf­ir­lýs­ingu sem gef­in var út í gær.

Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far álykt­unar Íslands um að mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna geri ít­ar­lega út­tekt á stríði rík­is­stjórn­ar Fil­ipps­eyja gegn fíkni­efn­um, sem samþykkt var í Genf á fimmtu­dag.

Fóst­ur­eyðing­ar sýni brengluð gildi ríkj­anna

Átján aðild­ar­ríki kusu með álykt­un­inni, flest þeirra Evr­ópu­ríki. Fjór­tán kusu gegn henni á meðan fimmtán sátu hjá.

Bend­ir Marcos á að ekki einu sinni helm­ing­ur aðild­ar­ríkja mann­rétt­indaráðs SÞ hafi þannig kosið með álykt­un­inni.

Bætti hún við að sú staðreynd að fóst­ur­eyðing­ar séu leyfðar í þróuðum ríkj­um sýni fram á brengluð gildi þeirra og tví­skinn­ungs­hátt, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un fil­ipps­eyska frétta­vefjar­ins ABS-CBN.

„Þau beina fingri sín­um að Fil­ipps­eyj­um fyr­ir meint mann­rétt­inda­brot, en rétt­læta samt dráp á varn­ar­laus­um og ófædd­um börn­um,“ seg­ir Marcos, en hún er dótt­ir fyrr­ver­andi ein­ræðis­herr­ans Fer­d­inand Marcos og konu hans Imeldu Marcos. Stjórn­artíð hans ein­kennd­ist meðal ann­ars af dráp­um, mann­rétt­inda­brot­um ým­iss kon­ar og stór­felld­um stuldi hjón­anna úr rík­is­sjóði lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert