Mótmælt á Bastilludaginn

Hér má sjá eld loga í kömrum skammt frá Sigurboganum …
Hér má sjá eld loga í kömrum skammt frá Sigurboganum í París. AFP

Rúm­lega 150 hafa verið hand­tekn­ir vegna mót­mæla gul­vestunga í Par­ís, sem hóf­ust að her- og skrúðgöngu í til­efni af Bastillu­deg­in­um lok­inni. Þeirra á meðal eru tveir leiðtog­ar gul­vestunga, sem verða að öll­um lík­ind­um ákærðir fyr­ir að standa fyr­ir óleyfi­leg­um gjörn­ingi.

Gul­vestung­ar létu óánægju sína í ljós með bauli þegar Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti var keyrður eft­ir Champs-Elysées og hófu svo mót­mæli að lok­inni göngu 4.000 her­manna eft­ir stræt­inu.

Franska lög­regl­an beitti m.a. tára­gasi til að hafa hem­il á mót­mæl­end­um, sem gengu ber­serks­gang á Champs-Elysées og kveiktu m.a. í kömr­um sem sett­ir höfðu verið upp vegna hátíðahald­anna.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert