Trump segir þingkonum að „fara heim“

„Þið getið ekki farið nógu fljótt,“ skrifar Trump.
„Þið getið ekki farið nógu fljótt,“ skrifar Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið sakaður um kynþáttaníð í kjölfar röð færsla á Twitter þar sem hann gerir fjórar þingkonur Demókrataflokksins að skotspón.

Forsetinn segir það „áhugavert“ að framsæknar þingkonur demókrata, sem sjálfar komi frá löndum þar sem stjórnvöld séu gjörspillt, séu þar stjórnvöld yfir höfuð, geti leyft sér að segja íbúum Bandaríkjanna, öflugasta ríki heims, hvernig hátta eigi stjórn landsins.

Þá leggur hann til að þær fari heldur heim til sín og hjálpi til við að lagfæra ónýtu og glæpum væddu staðina, þaðan sem þær komu. „Komið svo aftur og sýnið okkur hvernig á að gera þetta.“

Þingkonurnar Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar.
Þingkonurnar Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. AFP

„Þið getið ekki farið nógu fljótt,“ skrifar Trump og segist þess fullviss að Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúadeildarinnar, myndi glöð skipuleggja brottför þeirra, en þar vísar hann í útistöður Pelosi við fjórar þingkonur Demókrataflokksins af erlendu bergi brotnu.

Þinkonurnar fjórar, sem talið er að Trump eigi við í færslum sínum, eru þær Alexandria Ocasio-Cortez, Rashida Tlaib, Ayanna Pressley og Ilhan Omar, en þrjár fyrstnefndu fæddust allar í Bandaríkjunum og sú síðastnefnda fluttist þangað sem barn.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert