Borgaraleg stjórn í Súdan eftir 3 ár

Leiðtogar mótmælenda og hersins takast í hendur við undirritun samningsins.
Leiðtogar mótmælenda og hersins takast í hendur við undirritun samningsins. AFP

Stríðandi fylk­ing­ar í Súd­an skrifuðu í morg­un und­ir sam­komu­lag sem miðar að því að borg­ara­legri stjórn verði komið á í land­inu eft­ir rúm­lega þrjú ár.

For­ystu­menn hers­ins og leiðtog­ar mót­mæl­enda í höfuðborg­inni Kart­úm funduðu næt­ur­langt, með milli­göngu Afr­ík­u­sam­bands­ins og full­trúa Eþíóp­íu, áður en sam­komu­lagi var náð.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu munu her­inn og for­svars­menn mót­mæl­enda skipta með sér völd­um í bráðabirgðastjórn­inni, en að loknu rúm­lega þriggja ára reynslu­tíma­bili er stefnt að því að koma al­farið á borg­ara­legri stjórn í land­inu.

Óstjórn hef­ur ríkt í land­inu síðan for­set­an­um Omar al-Bashir var steypt af stóli í vor eft­ir mik­il mót­mæli, sem héldu svo áfram þegar her­inn tók við stjórn lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert