Saksóknari hefur fallið frá ákæru á hendur leikaranum Kevin Spacey vegna meintrar kynferðislegrar áreitni á hendur ungum manni á veitingastaðnum Nantucket í Massachusetts árið 2016. The New York Times greinir frá.
Spacey, sem er 59 ára, var ákærður fyrir að þukla á kynfærum mannsins sem var 18 ára þegar meint brot áttu að hafa átt sér stað. Spacey hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Leikarinn hefur verið ásakaður um fjölda kynferðisbrota en hann hefur aðeins verið ákærður í þessu eina máli sem hefur nú verið fellt niður.
Í síðasta mánuði var ýmislegt sem benti til þess að málið stæði ekki á sterkum grunni. Snjallsími sem var eitt af sönnunargögnum í málinu fannst ekki auk þess sem fallið var frá ákærunni nokkrum dögum eftir að ákæran var lögð fram.