Fella niður mál gegn Spacey

Leikarinn Kevin Spacey.
Leikarinn Kevin Spacey. AFP

Sak­sókn­ari hef­ur fallið frá ákæru á hend­ur leik­ar­an­um Kevin Spacey vegna meintr­ar kyn­ferðis­legr­ar áreitni á hend­ur ung­um manni á veit­ingastaðnum Nantucket í Massachusetts árið 2016. The New York Times grein­ir frá

Spacey, sem er 59 ára, var ákærður fyr­ir að þukla á kyn­fær­um manns­ins sem var 18 ára þegar meint brot áttu að hafa átt sér stað. Spacey hef­ur alla tíð haldið fram sak­leysi sínu. Leik­ar­inn hef­ur verið ásakaður um fjölda kyn­ferðis­brota en hann hef­ur aðeins verið ákærður í þessu eina máli sem hef­ur nú verið fellt niður.

Í síðasta mánuði var ým­is­legt sem benti til þess að málið stæði ekki á sterk­um grunni. Snjallsími sem var eitt af sönn­un­ar­gögn­um í mál­inu fannst ekki auk þess sem fallið var frá ákær­unni nokkr­um dög­um eft­ir að ákær­an var lögð fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert