Sekur um morð á breskri stúlku

Scarlett Keeling fannst látin á ströndinni 18. febrúar 2008.
Scarlett Keeling fannst látin á ströndinni 18. febrúar 2008. AFP

Indverskur dómstóll fann mann sekan í dag fyrir að hafa nauðgað og myrt 15 ára breska skólastúlku fyrir ellefu árum. Scarlett Keel­ing fannst lát­in á strönd í Goa í fe­brú­ar árið 2008. Hún var með áverka og var hálfnak­in þegar hún fannst.

Maðurinn, Sam­son D'­Souza, var ákærður ásamt öðrum manni vegna málsins. Fyrir þremur árum voru báðir mennirnir sýknaðir. Dómstóllinn staðfesti sýknudóm Placido Carvalho en D'­Souza var hins vegar fundinn sekur.

Frétt mbl.is

Dómur verður kveðinn upp yfir honum á föstudag.

Vikram Varma, lögfræðingur móður Keeling, fagnaði því að málið hefði verið tekið upp að nýju. Hann benti á að D'Souza gæti þó enn áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar.

Samson D'Souza.
Samson D'Souza. AFP

Dauði stúlk­unn­ar vakti heims­at­hygli þar sem hann varpaði ljósi á skugga­heima vin­sælla ferðamannastaða en strönd­in þar sem hún fannst lát­in er vin­sæl meðal vest­rænna hippa. Eins vakti lát henn­ar at­hygli á rétt­ar­kerfi Ind­lands sem ekki hef­ur þótt standa sig vel varðandi kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart kon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka