Dæmdir til dauða

Samsett mynd af þeim Rachid Afatti (t.v.), Ouziad Younes (f.m) …
Samsett mynd af þeim Rachid Afatti (t.v.), Ouziad Younes (f.m) og Ejjoud Abdessamad (t.h.) sem í dag hlutu dauðadóm í Salé. Verði honum fullnægt verður það í fyrsta sinn síðan 17. ágúst 1993 sem slíkt gerist í Marokkó. Verjendur boða áfrýjun. AFP

Þrír menn, Rachid Afatti, Ouziad You­nes og Ejjoud Abdessamad, voru í morg­un dæmd­ir til dauða fyr­ir að myrða skandi­nav­ísku há­skóla­stúd­ent­ana Mar­en Ue­land frá Nor­egi og Louisu Vestera­ger Jes­per­sen á hrotta­leg­an hátt í Atla-fjöll­un­um í Mar­okkó þar sem lík þeirra fund­ust mánu­dag­inn 17. des­em­ber í fyrra.

Alls hlutu 19 aðrir menn, sem telj­ast sam­verka­menn aðal­mann­anna, fimm til 30 ára fang­elsi þegar rétt­ur­inn kom sam­an klukk­an 10 í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Einn maður hlaut auk þess lífstíðarfang­elsi fyr­ir sinn þátt, en skil­ríki hans fund­ust á vett­vangi ódæðis­ins. Hinn spænsk-sviss­neski Kevin Zoller Gu­ervos, sem dæmd­ur var fyr­ir að veita hópn­um til­sögn í fram­kvæmd hryðju­verka, hlaut 20 ára dóm.

„Eng­inn guð er til nema allah“

Jaber Rahal, verj­andi eins hinna dæmdu, sagði í viðtali við mar­okkóska fréttamiðil­inn Medi­as24 að öll­um dóm­un­um yrði áfrýjað til næsta dóm­stigs. Dauðadómi hef­ur ekki verið fram­fylgt í Mar­okkó síðan árið 1993 þegar Mohamed Tabet, al­ræmd­asta nauðgara í sögu lands­ins, var stillt upp fyr­ir fram­an af­töku­sveit snemma morg­uns 17. ág­úst það ár og hann skot­inn.

„Eng­inn guð er til nema allah og spá­maður hans er Múhameð,“ sagði Ejjoud Abdessamad, einn aðal­mann­anna dauðadæmdu, „megi guð fyr­ir­gefa mér.“ Meðal gagna við rekst­ur máls­ins voru mynd­skeið þar sem menn­irn­ir ákölluðu guð sinn auk þess að sverja hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams holl­ustu sína.

Ragn­ar Falck Paul­sen, lögmaður fjöl­skyldu Mar­en­ar Ue­land, hef­ur sam­hliða refsi­mál­inu rekið skaðabóta­mál fyr­ir Héraðsdómi Salé þar sem mar­okkósk­ur lögmaður flyt­ur málið og komst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að hinir dæmdu skyldu greiða Ue­land-fjöl­skyld­unni í Roga­land í Vest­ur-Nor­egi sam­tals tvær millj­ón­ir mar­okkóskra díram, sem sam­svar­ar 1,8 millj­ón­um norskra króna, 26,4 millj­ón­um ís­lenskra króna, í þján­ing­ar- og miska­bæt­ur.

NRK

VG

Af­ten­posten

TV2

Dag­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert