Íranar kyrrsetja erlent olíuskip

Yfirvöld á Gíbraltar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip með hjálp breska hersins …
Yfirvöld á Gíbraltar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip með hjálp breska hersins í byrjun júlí. AFP

Íranski herinn kveðst hafa kyrrsett erlent olíuflutningaskip og tekið tólf manna áhöfn þess höndum, en þeir segja að í skipið hafi verið að smygla milljón lítrum af olíu um Persaflóa.

Skipið mun hafa verið kyrrsett skammt frá eyjunni Larak á sunnudag, og dregið til hafnar í Íran eftir að það varð vélarvana. 

Íranar hafa hvorki gefið upp nafn olíuflutningaskipsins né hvaðan það kemur, heldur segja aðeins að um erlent olíuflutningaskip og erlenda áhöfn þess sé að ræða. Tveir dagar eru síðan Íranar tilkynntu að þeir hefðu komið erlendu olíuflutningaskipi til aðstoðar eftir að það varð vélarvana.

Talið er að um geti verið að ræða olíuflutningaskip frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en eitt slíkt hætti að senda frá sér merki er það sigldi inn í íranska lögsögu á sunnudag. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert