Plast fannst í 90% sæsvala

Jötunfýlingur gæðir sér á mörgæsarhræi.
Jötunfýlingur gæðir sér á mörgæsarhræi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Í mögum yfir 90% sæsvala (e. northern petrels), sem fundist hafa dauðir úti fyrir ströndum Danmerkur, hefur fundist plast. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn danskra umhverfisverndarsamtaka sem birt var í dag. 

„Meira en 95% dauðra sæsvala sem fundist hafa á dönskum ströndum innihalda plast,“ segir höfundur rannsóknarinnar, John Pedersen. 

Sæsvölur, sjófuglar sem finnast aðallega í Norðursjó og Norður-Atlantshafi, veiða sér yfirleitt til matar á yfirborði sjávar, þar sem gríðarlegt magn plastleifa flýtur. 

Pedersen segir sæsvölur veiða sér til matar við yfirborð sjávar og að í hvert skipti éti þeir dálítið af plasti í leiðinni. Plastið blekkir þá svo á vissan hátt, þar sem fuglarnir upplifa sig sadda, en hafa í rauninni ekki innbyrt nægilega mikið af mat svo þeir deyja úr hungri. 

Plastmagn í hafinu hefur orðið að stóru áhyggjuefni um heim allan. Í mars fundust til að mynda 40 kílógrömm af plasti í hvalshræi sem rak á land á Filippseyjum. Samkvæmt Evrópusambandinu eru plastvörur á borð við drykkjarrör, eyrnapinna og hnífapör um 70% af plastúrgangi sem finna má í hafinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert