Trump ræðst að Mueller og demókrötum

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði í dag atlögu að Robert Mueller, fyrrum sérstökum saksóknara alríkislögreglunnar FBI, sem rannsakaði meint afskipti rússneska ráðamanna af forsetakosningunum 2016 í Bandaríkjunum og meint tengsl framboð Trumps við þá.

Tveir dagar eru þangað til Mueller kemur fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings til að svara spurningum þingmanna um skýrsluna sem hann skilaði af sér við lok rannsóknarinnar. Mun það verða í fyrsta skipti sem Mueller tjáir sig um skýrsluna.

Trump sagði að ýmsir hagsmunir Mueller gerðu hann óhæfann til verksins og að hann ætti ekki að fá annað tækifæri til að koma óorði á forsetann.

„Þetta mun enda illa fyrir hann og þessa fölsku demókrata á þinginu sem hafa ekki gert neitt annað en að sóa tíma með þessum fáránlegu nornaveiðum,“ skrifaði Trump í færslu á Twitter og bætti um betur:

„Niðurstaða skýrslu Mueller, EKKERT SAMSÆRI, ENGIN HINDRUN!“

Í skýrslunni sem telur 448 blaðsíður má finna heimildir um samskipti milli þeirra sem stóðu að framboði Trumps og Rússa. Niðurstaða Muellers var sú að það væru ekki komin fram næg sönnunargögn til að mæla með ákæru á hendur Bandaríkjaforsetanum. Hins vegar gat hann ekki útilokað að Trump hefði brotið lög.

Þrátt fyrir það voru talin um tíu tilvik þar sem Trump á að hafa reynt að hindra rannsóknina.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert