Íbúar Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgju þessa sumars, en hvert hitametið féll á fætur öðru í hitabylgjunni sem gekk yfir í júní.
Hitamet var slegið í frönsku borginni Bourdeaux í dag þegar hiti fór upp í 41,2 stig, en fyrra hitamet var 40,7 og mældist árið 2003. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út vegna hitabylgjunnar í Frakklandi, en rauð í Belgíu og á Spáni, þar sem hætta á skógareldum er mikil.
Yfirvöld í löndunum, þar sem búist er við að hitabylgjan hafi mest áhrif, hafa gripið til ýmissa varúðarráðstafana.
Slökkt verður á tveimur kjarnaofnum kjarnorkuvers Golftech í Frakklandi, ísfótaböð verða í boði fyrir keppendur í Tour de France og flutningar á húsdýrum verða bannaðir á milli klukkan 13 og 18.