Læknir sakaður um brot gegn 95 drengjum

Nafn læknisins hefur ekki verið gefið upp til að vernda …
Nafn læknisins hefur ekki verið gefið upp til að vernda meint fórnarlömb hans, en að sögn austurrískra fjölmiðla var hann með læknastofu í litlum bæ úti á landi. Mynd úr safni. AFP

Læknir nokkur í Austurríki hefur verið ákærður fyrir að misnotað að minnsta kosti 95 drengi, en drengina var hann með til meðhöndlunar á 15 ára tímabili.

AFP-fréttaveitan hefur eftir saksóknara að læknirinn hafi sagt fórnarlömbum sínum, sem mörg hver voru undir 14 ára aldri þegar hann misnotaði þau, að um lækningaaðferð væri að ræða.

Mál læknisins hefur verið rannsóknar hjá embætti saksóknara í borginni Wels um nokkurra mánaða skeið, en það var í janúar á þessu ári sem eitt barnanna kvartaði undan lækninum. Hann var þá handtekinn og í kjölfarið barst lögreglu fjöldi ásakana frá öðrum meintum fórnarlömbum.

Segir AFP að þegar sé búið að staðfesta að meint fórnarlömb séu að minnsta kosti 95 talsins, en fyrstu brotin áttu sér stað skömmu eftir aldamót.

Nafn læknisins hefur ekki verið gefið upp til að vernda meint fórnarlömb hans, en að sögn austurrískra fjölmiðla var hann með læknastofu í litlum bæ úti á landi.

Réttarhöld í máli hans hefjast síðar á þessu ári og á hann yfir höfði sér allt að 15 ára dóm  verði hann fundinn sekur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert