Knox biður um pening fyrir geimbrúðkaup

Amanda Know talar á viðburði á Ítalíu í júní.
Amanda Know talar á viðburði á Ítalíu í júní. AFP

Hin banda­ríska Am­anda Knox sem árið 2015 var sýknuð af ákæru um að hafa myrt bresk­an her­berg­is­fé­laga sinn Meredith Kercher á Ítal­íu árið 2007, biður nú vini og vanda­menn um aðstoð til að fjár­magna brúðkaup sitt. 

Knox og unnusti henn­ar, Christoph­er Robin­son, hafa stofnað vefsíðu þar sem þau leit­ast eft­ir fjár­stuðningi fyr­ir brúðkaup sitt. Munu þau hafa nokkuð óvana­leg­ar fyr­ir­ætlan­ir fyr­ir brúðkaupið, en draum­ur þeirra er að hafa geimþema í brúðkaup­inu og bjóða meðal ann­ars upp á „ýkt­an geim­verumat.“ Þá ætla þau að klæða sig upp í furðulega bún­inga og hafa ým­is­kon­ar leik­muni inn­an hand­ar þegar þau verða gef­in sam­an.  

„Við þurf­um ekki fleiri hluti, seg­ir parið á vefsíðu sinni. ,Það sem við þurf­um þó er hjálp til að halda besta partý frá upp­hafi fyr­ir vini okk­ar og fjöl­skyldu!“

Knox sneri aft­ur til Ítal­íu í síðasta mánuði í fyrsta sinn síðan hún var lát­in laus úr fang­elsi árið 2011. Sam­kvæmt vefsíðu pars­ins var tím­inn til að skipu­leggja Ítalíu­ferðina naum­ur og þurftu þau að nýta pen­ing­inn sem átti að fara í brúðkaups­veisl­una. 

Parið von­ast nú til þess að stuðnings­menn Knox, vin­ir og fjöl­skylda hjálpi þeim að fjár­magna ým­is­legt til veisl­unn­ar. Má þar meðal ann­ars nefna op­inn bar, gagn­virkt spuna­leik­hús, tækni­brell­ur og ým­is­legt annað sem sjá má nán­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka