Greiða atkvæði í næstu viku

Jim Risch, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins.
Jim Risch, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. AFP

Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins greiðir í næstu viku atkvæði um frumvarp þar sem kveðið er á um refsiaðgerðir gegn þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem komu að jarðgasleiðslunni Nord Stream 2 frá Rússlandi til Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, telur gasleiðsluna styrkja efnahagslegt tak Rússa á Evrópu. 

Upphaflega hafði verið búist við að nefndin tæki málið til umfjöllunar í dag, en Jim Risch, formaður nefndarinnar, féllst á óskir eins nefndarmanna um að fresta umræðum um það.

Frumvarpið sem nýtur fjárhagslegs stuðnings Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns repúblikana, varpar ljósi á áhyggjur sumra þingmanna af áhrifum Rússa í Evrópu. Til að verða að lögum þarf til samþykki öldungadeildar, fulltrúadeildar og undirskrift bandaríkjaforseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert