Hitamet fallin í París og Hollandi

Kona kælir sig niður í nágrenni Eiffel-turnsins í París í …
Kona kælir sig niður í nágrenni Eiffel-turnsins í París í dag. AFP

Hitamet hafa fallið í París og í Hollandi í dag. Hitinn náði 41 stigi á svæðinu Montsouris í París. Þar með var slegið met frá árinu 1947, eða fyrir rúmum 70 árum, þegar hitinn fór í 40,4 stig í borginni.

Í bænum Deelen í Hollandi fór hitinn í 41,7 stig í dag en fyrra hitametið í landinu var 38,6 stig og hafði það staðið allt frá árinu 1944.

Fólk situr við gosbrunn á torginu Museumplein í Amsterdam í …
Fólk situr við gosbrunn á torginu Museumplein í Amsterdam í dag. AFP

Hitamet frá árinu 2004 gæti einnig fallið í Bretlandi í dag. Það ár mæld­ist 38,5 stiga hiti í Favers­ham í Kent.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert