Rauð viðvörun vegna hita í Frakklandi

Karlmaður kælir sig í hitanum í París.
Karlmaður kælir sig í hitanum í París. AFP

Gert er ráð fyrir því að fleiri hitamet falli í Frakklandi og Bretlandi í dag en hvert hitametið á fætur öðru féll í hitabylgju í Evrópu sem gekk yfir í júní.

Spár gera ráð fyrir allt að 42 stiga hita í París í dag en metið þar í borg er 40,4 stiga hiti. Breska veðurstofan segir vel hugsanlegt að met frá árinu 2004 verði slegið í dag. Þá mældist 38,5 stiga hiti í Faversham í Kent.

Hitamet féllu í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi í gær þar sem hitinn var í kringum 40 gráður. 

Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna hitans í norðvesturhluta Frakklands en viðvörunin er appelsínugul í öðrum hlutum landsins. Mikil hætta er talin á skógareldum og fólk er hvatt til að nota vatn sparlega.

„Ég hvet alla sem geta frestað eða aflýst ferðum sínum að gera það,“ sagði Elisabeth Borne, umhverfisráðherra Frakklands. Hægt hefur verið á ferðum járnbrautarlesta í Bretlandi og Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert