Vistaður í innflytjendabúðum fyrir mistök

Galicia sjálfur lætur illa af dvölinni í innflytjendabúðunum og segist …
Galicia sjálfur lætur illa af dvölinni í innflytjendabúðunum og segist til að mynda aldrei hafa fengið að fara í sturtu. Innflytjendabúðir í Los Angeles. Mynd úr safni. AFP

Banda­rísk­ur karl­maður hef­ur verið lát­inn laus úr banda­rísk­um inn­flytj­enda­búðum eft­ir að hafa verið þar í haldi í þrjár vik­ur. Hann seg­ir aðstæðurn­ar þar hafa verið svo öm­ur­leg­ar að hann hafi hug­leitt að biðja um að vera send­ur úr landi. BBC grein­ir frá.

Francisco Erw­in Galicia er 18 ára banda­rísk­ur rík­is­borg­ari. Hann var í haldi í inn­flytj­enda­búðum í suður­hluta Texas í 23 daga og létt­ist um 12 kg á meðan á dvöl­inni þar stóð.

Banda­rísk al­rík­is­yf­ir­völd hafa und­an­farið staðið fyr­ir her­ferð til að hafa uppi af óskráðum inn­flytj­end­um sem ekki eru með dval­ar­leyfi í land­inu. Þau eiga þó ekki að hand­taka banda­ríska rík­is­borg­ara en svo virðist sem þau hafi ekki tekið skil­ríki Galici­as trú­an­leg.



Lét senda sig úr landi til að fá að hringja

Það var svo degi eft­ir að dag­blaðið Dallas Morn­ing News fjallaði um hand­töku hans að Galicia var lát­inn laus.

Galicia var með 17 ára bróður sín­um Marlon, sem ekki er banda­rísk­ur rík­is­borg­ari, á ferð í ná­grenni landa­mæra­eft­ir­lits­stöðvar, er þeir voru hand­tekn­ir. Marlon og fleiri farþegar í bíln­um sem ekki voru með dval­ar­leyfi voru hand­tekn­ir.

Galicia sagði landa­mæra­vörðunum að hann væri banda­rísk­ur rík­is­borg­ari og sýndi þeim skil­ríki sín og fæðinga­vott­orð að sögn Dallas Morn­ing News. „Ég sagði þeim að við hefðum rétt­indi og bað um að fá að hringja. Þeir sögðu þá við okk­ur: Þið eigið ekki rétt á neinu,“ rifjar Galicia upp.

Tveim­ur dög­um eft­ir að þeir voru hand­tekn­ir samþykkti Marlon að láta senda sig til  mexí­kóska landa­mæra­bæj­ar­ins Reynosa, svo hann gæti kom­ist látið móður þeirra vita hvar þeir væru.

Banda­ríska landa­mæra­eft­ir­litið og Útlend­inga­stofn­un sendu í gær frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem þau vörðu þá ákvörðun sína að halda Galicia áfram í haldi. Sögðu þau oft taka lang­an tíma að staðfesta gögn.

Komst aldrei í sturtu og svaf á gólf­inu

Galicia sjálf­ur læt­ur illa af dvöl­inni í inn­flytj­enda­búðunum og seg­ist til að mynda aldrei hafa fengið að fara í sturtu. Hann var vistaður í klefa með 60 öðrum karl­mönn­um, sem voru látn­ir sofa á gólf­inu með álteppi eitt sér til hlífðar. Sum­ir þurftu þá að sofa á gólf­inu við kló­sett­in.

„Þetta var ómannúðleg meðferð á okk­ur. Ég var kom­inn á þann stað að ég var til­bú­inn að skrifa und­ir að láta flytja mig úr landi bara til að þjást ekki þarna leng­ur,“ seg­ir hann. „Ég þurfti bara að kom­ast í burtu.“

Mál Galicia er þó ekk­ert eins­dæmi en dag­blaðið Los Ang­eles Times greindi frá því í fyrra að 1.480 hafi verið látn­ir laus­ir úr inn­flytj­enda­búðum að lok­inni rann­sókn á rík­is­borg­ara­rétti þeirra. Í einu slíku máli var Banda­ríkjamaður, sem á ætt­ir að rekja til Jamaica, lát­inn laus eft­ir þriggja ára vist­un í slík­um búðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert