Hitametin falla víða

Hitamet hafa verið slegin í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi og Bretlandi …
Hitamet hafa verið slegin í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi og Bretlandi undanfarna daga. AFP

Hitamet var slegið í Belgíu í gær þegar metin féllu víða í óvenjumiklum hita í vesturhluta Evrópu. Met féllu í borgum í Hollandi, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.

AFP hefur eftir David Dehenauw hjá belgísku veðurstofunni að hitinn hafi náð 41,8°C í bænum Begijnendijk sem er norðaustan við Brussel.

Það er hæsti hiti sem mælst hefur í Belgíu frá því mælingar hófust árið 1833.

Í gær var greint frá því að hitinn í Belgíu hefði farið upp í 40,6°C í Kleine Brogel og að það væri met. 

42°C í París í gær.
42°C í París í gær. AFP

Vís­inda­menn segja lofts­lags­vána valda því að lík­ur á hita­bylgj­um á borð við þessa séu nú fimm sinn­um meiri, sem og að þær verði mun svæsn­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka