Kyrrsetningu aflétt

GA8 Air­v­an-flug­vél Circle Air fyr­ir fram­an Herðubreið.
GA8 Air­v­an-flug­vél Circle Air fyr­ir fram­an Herðubreið. Ljósmynd/Circle Air

Evr­ópsk flug­mála­yf­ir­völd afléttu seint í gærkvöld kyrrsetningu flugvéla af sömu tegund og þeirri sem fórst í Umeå í Svíþjóð um miðjan mánuðinn. Flug­vél­arn­ar sem um ræðir eru af gerðinni GA8 Air­v­an.

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmd­arstjóri Circle Air, greinir frá þessu í tilkynningu. 

Circle Air, sem ger­ir út þyrl­ur og flug­vél­ar frá Ak­ur­eyri og Reykja­vík, er með tvær sambærilegar vélar í notkun.

Fram kemur í tilkynningunni frá Þorvaldi að fyrstu rannsóknir bendi til þess að ekki megi rekja slysið til hönnunar- eða smíðagalla heldur óskyldra atriða sem snerta hvorki flughæfi né öryggi flugvéla af þessari tegund.

Circle Air mun taka sínar nýju flugvélar aftur í notkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert