Rússneska lögreglan hefur handtekið rúmlega 200 manns fyrir utan ráðhúsið í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Þar var fjöldi fólks saman kominn til þess að krefjast frjálsra kosninga.
Þúsundir manna boðuðu þátttöku sína í mótmælunum eftir að stjórnvöld neituðu stjórnarandstæðingum og óflokksbundnum frambjóðendum að gefa kost á sér.
Stjórnvöld segja mótmælin ólögmæt og var mikill viðbúnaður lögregluyfirvalda í borginni.