Aftur flogið til Kaíró

British Airways hefur hafið Kaíróflug á ný.
British Airways hefur hafið Kaíróflug á ný. AFP

Breska flug­fé­lagið Brit­ish Airways hef­ur hafið flug til Kaíró, höfuðborg­ar Egypta­lands, á ný eft­ir að hafa fellt þau niður í rúma viku af ör­ygg­is­ástæðum. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að það hafi „yf­ir­farið ör­ygg­is­til­hög­un sína“, án nán­ari skýr­inga á því hvað er átt við.

Flug Brit­ish Airways til Kaíró hafði legið niðri frá 20. júlí. Breska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu var­ar ferðalanga við flugi til Egypta­lands. Auk­in hætta sé á hyrðju­verk­um gegn loft­för­um. Þá ræður ráðuneytið fólki al­farið frá ferðum til sumra svæða inn­an Egypta­land, en Kaíró til­heyr­ir þeim ekki.

Svæðunum var bætt á list­ann eft­ir að rúss­nesk flug­vél var sprengd í loft upp yfir Sinai-skaga á Egyptalandi árið 2015. Hef­ur það þó ekki komið í veg fyr­ir að um 450.000 bresk­ir borg­ar­ar ferðuðust til lands­ins sögu­fræga í fyrra, flest­ir til Kaíró eða sum­ar­dval­arstaða við Rauðahafið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert