Aftur flogið til Kaíró

British Airways hefur hafið Kaíróflug á ný.
British Airways hefur hafið Kaíróflug á ný. AFP

Breska flugfélagið British Airways hefur hafið flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, á ný eftir að hafa fellt þau niður í rúma viku af öryggisástæðum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi „yfirfarið öryggistilhögun sína“, án nánari skýringa á því hvað er átt við.

Flug British Airways til Kaíró hafði legið niðri frá 20. júlí. Breska utanríkisráðuneytinu varar ferðalanga við flugi til Egyptalands. Aukin hætta sé á hyrðjuverkum gegn loftförum. Þá ræður ráðuneytið fólki alfarið frá ferðum til sumra svæða innan Egyptaland, en Kaíró tilheyrir þeim ekki.

Svæðunum var bætt á listann eftir að rússnesk flugvél var sprengd í loft upp yfir Sinai-skaga á Egyptalandi árið 2015. Hefur það þó ekki komið í veg fyrir að um 450.000 breskir borgarar ferðuðust til landsins sögufræga í fyrra, flestir til Kaíró eða sumardvalarstaða við Rauðahafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert