Meintum nauðgurum sleppt úr haldi

Mönnunum verður ekki haldið lengur í varðhaldi.
Mönnunum verður ekki haldið lengur í varðhaldi. AFP

Sjö ísraelskir ferðamenn sem eru í varðhaldi á Kýpur eftir að þeir voru sakaðir um nauðgun verða látnir lausnir. 19 ára bresk stúlka hefur hins vegar verið handtekin, grunuð um falskar ásakanir á hendur mönnunum.

Breska stúlkan greindi fyrst frá því að tólf ísraelskir karlmenn hefðu nauðgað henni á hóteli á Ayia Napa 17. júlí en um er að ræða vinsælan ferðamannastað á Kýpur.

Ísraelunum var öllum haldið í varðhaldi en í síðustu viku var fimm þeirra sleppt og þeir sendir til síns heima.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum sjö hafði verið framlengt á föstdag en enginn þeirra hafði verið ákærður. Yfirheyrslur yfir þeim höfðu farið fram bak við luktar dyr vegna þess að nokkrir þeirra eru undir lögaldri.

Lögmaður eins hinna sjö sagði að framburður stúlkunnar hefði breyst og því hefði verið ákveðið að ekki væri ástæða til að halda mönnunum lengur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert