Varð fyrir eldingu í hlaupi

Hluti 121 kílómetra langrar hlaupaleiðar Ultra Skyrace-fjallahlaupsins á Norður-Ítalíu. Norsk …
Hluti 121 kílómetra langrar hlaupaleiðar Ultra Skyrace-fjallahlaupsins á Norður-Ítalíu. Norsk kona lést eftir að hafa orðið fyrir eldingu í 2.120 metra hæð yfir sjávarmáli við Kratzberger vatnið í ítalska hluta Alpafjallanna, skammt frá landamærum Ítalíu og Austurríkis. Ljósmynd/Facebook-síða Ultra Skyrace

Sá hörmulegi atburður varð um klukkan 19 í gærkvöldi að ítölskum tíma að 44 ára gömul kona frá Bergen í Noregi, búsett í Tromsø, lést eftir að hafa orðið fyrir eldingu við Kratzberger-vatnið í ítalska hluta Alpafjallanna, rétt við landamæri Ítalíu og Austurríkis.

Norðmaðurinn var þátttakandi í Ultra Skyrace-hlaupinu, 121 kílómetra löngu fjallahlaupi sem á ráspól og endastöð í ítalska bænum Bolzano.

Konan var stödd í 2.120 metra hæð yfir sjávarmáli á leið til Lago di San Pancrazio, næstu áfangastöðvar hlaupsins, þegar hún varð fyrir eldingunni. Björgunarsveitir komu fljótt á staðinn og fluttu konuna með hraði á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin við komu.

Í áfalli og djúpri sorg

Hlaupið hafði verið stöðvað hálftíma áður en konan varð fyrir eldingunni vegna þrumuveðurs, en hún hafði þá, ásamt fleiri hlaupurum, verið stödd milli áfangastöðva í hlaupinu og var ekki kunnugt um að hlaupið hefði verið stöðvað.

„Við erum í áfalli og djúpri sorg eftir þennan hörmulega atburð,“ skrifar Josef Günther Mair, einn af stjórnendum hlaupsins, á Facebook-síðu þess.

Per Wiggen, upplýsingafulltrúi norska utanríkisráðuneytisins, staðfestir við norska fjölmiðla að norskur ríkisborgari hafi látist á Ítalíu, en kveðst ekki geta tjáð sig nánar um málið.

NRK

VG

Dagbladet

ABC Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert