Bróðir Salman Abedi, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp og drap 22 aðra í leiðinni á tónleikum Ariönu Grande á Manchester Arena í maí fyrir tveimur árum, kemur fyrir dómara í nóvember eftir að hann var framseldur til Bretlands frá Líbíu.
Hinn 22 ára Hashem Abedi er sakaður um að hafa keypt efni sem þurfti til að búa til sprengju. Auk þess hafi hann keypt bíl sem notaður var sem geymsla í undirbúningi ódæðisins.
Salman Abedi sprengdi sig í loft upp við leikvanginn í Manchester þar sem tónleikar Ariönu Grande fóru fram.
Hashem Abedi yfirgaf Bretland nokkrum dögum fyrir árásina 22. maí 2017 og fór til Líbíu. Þar var hann handtekinn í lok maí fyrir tveimur árum en var ekki framseldur til Bretlands fyrr en í júlí á þessu ári.
Abedi-fjölskyldan flúði til Bretlands þegar borgarastyrjöld braust út í heimalandinu. Áður hefur verið greint frá því að breski sjóherinn hafi bjargað bræðrunum árið 2014.