Bandaríkin hafa óskað eftir aðstoð Þjóðverja við að „tryggja öryggi á Hormuz-sundi“. Mikil spenna hefur ríkt á Persaflóa síðustu daga og vikur.
Í gær var greint frá því að tvö bresk herskip væru á Persaflóa. Þar eru þau stödd í þeim tilgangi að veita olíuskipum sem sigla undir fána Bretlands vernd á leið þeirra í gegnum Hormuz-sund í kjölfar þess að Íranar kyrrsettu breskt olíuskip fyrr í mánuðinum.
Bandaríkin biðja Þjóðverja um að ganga til liðs við Frakka, Breta og Bandaríkin í því sem þeir segja að eigi að tryggja öryggi á Hormuz-sundi. Saman geti ríkin barist gegn yfirgangi Írana.