Ryanair boðar uppsagnir

Forstjóri Ryanair bað starfsfólk afsökunar á óvissunni framundan.
Forstjóri Ryanair bað starfsfólk afsökunar á óvissunni framundan. AFP

Írska lággjalda­flug­fé­lagið Ry­ana­ir hef­ur til­kynnt starfs­fólki sínu að hundruðum verði sagt upp störf­um á næstu vik­um. Ástæðan sé sú að of marg­ir starfi hjá fyr­ir­tæk­inu.

Í mynd­skeiði sem Michael O'­Le­ary, for­stjóri Ry­ana­ir, sendi starfs­fólki sagði hann að 900 starfs­mönn­um væri ofaukið hjá fyr­ir­tæk­inu. Til­kynnt yrði um upp­sagn­ir á kom­andi vik­um.

O'­Le­ary bað starfs­fólk af­sök­un­ar á óviss­unni framund­an. Hann sagði að helst væri hægt að kenna því um að mögu­lega gengu Bret­ar samn­ings­laus­ir úr Evr­ópu­sam­band­inu og einnig því að taf­ist hafi að af­henda flug­fé­lag­inu 737 MAX-flug­vél­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert