Ryanair boðar uppsagnir

Forstjóri Ryanair bað starfsfólk afsökunar á óvissunni framundan.
Forstjóri Ryanair bað starfsfólk afsökunar á óvissunni framundan. AFP

Írska lággjalda­flug­fé­lagið Ry­ana­ir hefur tilkynnt starfsfólki sínu að hundruðum verði sagt upp störfum á næstu vikum. Ástæðan sé sú að of margir starfi hjá fyrirtækinu.

Í myndskeiði sem Michael O'­Le­ary, for­stjóri Ry­ana­ir, sendi starfsfólki sagði hann að 900 starfsmönnum væri ofaukið hjá fyrirtækinu. Tilkynnt yrði um uppsagnir á komandi vikum.

O'­Le­ary bað starfsfólk afsökunar á óvissunni framundan. Hann sagði að helst væri hægt að kenna því um að mögulega gengu Bretar samningslausir úr Evrópusambandinu og einnig því að tafist hafi að afhenda flugfélaginu 737 MAX-flug­vél­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert