Trump bauð Pútín aðstoð við gróðurelda

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddust við símleiðis …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddust við símleiðis í gær og bauð Trump pútín þá aðstoð vegna skógareldanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladimír Pútín Rússlandsforseta aðstoð við að slökkva gróðureldana sem nú geisa í Síberíu.

Rússnesk stjórnvöld greindu frá þessu í gær og sögðust taka það sem merki um að bæta mætti samskipti þjóðanna, sem hafa verið nokkuð stirð undanfarna mánuði.

Reuters segir leiðtogana tvo hafa ræðst við símleiðis að frumkvæði Bandaríkjanna og barst símtalið nokkrum klukkustundum eftir að Pútín skipaði rússneska hernum að aðstoða slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldanna.

Eldarnir hafa þegar náð að dreifast yfir landsvæði sem er um þrjár milljónir ekra að stærð. Loga eldarnir að mestu í afskekktum skógum á svæði sem er á stærð við Belgíu. Reykinn leggur yfir nágrannahéruð og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á nokkrum stöðum.

„Bandaríkjaforseti bauð Rússlandi aðstoð í baráttunni gegn gróðureldunum í Síberíu,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Kreml og var Pútín sagður hafa lýst yfir „einlægu þakklæti“. „Pútín sagði Trump að Moskva myndi þiggja boð hans ef nauðsyn krefði.“

Pútín hafi tekið þessu frumkvæði Bandaríkjaforseta þannig að „í framtíðinni verði hægt að endurvekja full tengsl ríkjanna tveggja“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert