Hlýnun jarðar jók á hitabylgjuna

Parísarbúar kældu sig niður í hitabylgjunni í lok júlí.
Parísarbúar kældu sig niður í hitabylgjunni í lok júlí. AFP

Hitabylgjan sem fór um Evrópu í síðasta mánuði og felldi hvert hitametið á fætur öðru, var líklega á bilinu 1,5 til 3 gráðum heitari vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum. 

Þetta sagði alþjóðlegt teymi vísindamanna í dag. Hitamet féllu í Belgíu, Hollandi, Bretlandi og víðar í hitabylgjunni sem varði í þrjá daga. Þá upplifðu Parísarbúar heitasta dag borgarinnar 25. júlí þegar hitinn varð mestur 42,6 gráður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert