Frystir eignir Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í dag að allar eigur venesúelska ríkisins í Bandaríkjunum skyldu frystar og bannaði samskipti við þarlend stjórnvöld.

Fram kemur í tilkynningu frá Bandaríkjastjórn að ákvörðun Trumps hafi verið tekin vegna þess að Nicolas Maduro, forseti Venesúela, og aðrir tengdir honum hefðu tekið sér völd sem hann hefði ekki sem og mannréttindabrota sem framin hefðu verið.

Spurður í síðasta mánuði hvort hann hefði slíkt í hyggju svaraði Trump því játandi. Bandaríkjastjórn hefur ekki gripið til slíkra aðgerða gegn ríkisstjórn á vesturhveli jarðar í rúmlega þrjá áratugi að því er segir í viðskiptablaðinu Wall Street Journal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert