Toni Morrison látin

Toni Morrison.
Toni Morrison. Ljósmynd/Wikipedia.org

Toni Morrison, fyrsta svarta konan til að vinna Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, er látin 88 ára gömul.

Morrison, sem var bandarísk, vann einnig Pulitzer-verðlaunin og American Book Award árið 1988 fyrir bókina Beloved. Kvikmynd var gerð eftir bókinni árið 1998 með Oprah Winfrey í aðalhlutverki.

Hún samdi ellefu skáldsögur og kom sú fyrsta út árið 1970, The Bluest Eye.

Morrison hafði átt við veikindi að stríða um skamma hríð þegar hún lést. „Þrátt fyrir að það sé mikill missir að hún sé látin erum við þakklát fyrir að hún átti langa og góða ævi,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar.

Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert