Toni Morrison látin

Toni Morrison.
Toni Morrison. Ljósmynd/Wikipedia.org

Toni Morri­son, fyrsta svarta kon­an til að vinna Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um, er lát­in 88 ára göm­ul.

Morri­son, sem var banda­rísk, vann einnig Pu­litzer-verðlaun­in og American Book Aw­ard árið 1988 fyr­ir bók­ina Beloved. Kvik­mynd var gerð eft­ir bók­inni árið 1998 með Oprah Win­frey í aðal­hlut­verki.

Hún samdi ell­efu skáld­sög­ur og kom sú fyrsta út árið 1970, The Blu­est Eye.

Morri­son hafði átt við veik­indi að stríða um skamma hríð þegar hún lést. „Þrátt fyr­ir að það sé mik­ill miss­ir að hún sé lát­in erum við þakk­lát fyr­ir að hún átti langa og góða ævi,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá fjöl­skyldu henn­ar.

Hún hlaut Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um árið 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert