Mikill stuðningur er á Bandaríkjaþingi fyrir auknu bakgrunnseftirliti með byssukaupum. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Eftir tvær skotárásir í landinu um síðustu helgi þar sem 31 lét lífið, hvatti hann til þess að þeir sem eigi við andlega erfiðleika að stríða fái ekki að kaupa byssur.
Trump bætti því við í dag að hann hefði talaði við leiðtoga Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum til að fullvissa þá um að „afar ákveðnar skoðanir þeirra“ í tengslum við byssulöggjöfina verði virtar.
....mentally ill or deranged people. I am the biggest Second Amendment person there is, but we all must work together for the good and safety of our Country. Common sense things can be done that are good for everyone!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2019