Jeffrey Epstein látinn

Jeffrey Epstein.
Jeffrey Epstein. AFP

Bandaríski fjárfestirinn Jeffrey Epstein lést í fangaklefa sínum í nótt. Að sögn bandarísku fréttastofunnar ABC framdi hann sjálfsvíg.

Epstein fannst í síðasta mánuði meðvitundarlaus í fangaklefa sínum og lék þá grunur um að hann hafi reynt að fremja sjálfsvíg.

Hann var sakaður um skipu­lagt man­sal í vænd­is­skyni. Áttu brot­in sér flest stað í glæsi­hýs­um hans á Man­hatt­an og í Flórída árin 2002 til 2005. Ep­stein greiddi stúlk­um stund­um nokk­ur hundruð dali fyr­ir kyn­mök, en fram kom í ákær­u að yngstu fórn­ar­lömb hans hafi verið allt niður í 14 ára göm­ul, og hafi hon­um verið það full­ljóst. Hann átti yfir höfði sér allt að 45 ára fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert