Bandaríski fjárfestirinn Jeffrey Epstein lést í fangaklefa sínum í nótt. Að sögn bandarísku fréttastofunnar ABC framdi hann sjálfsvíg.
ABC NEWS SPECIAL REPORT: Jeffrey Epstein commits suicide overnight in his jail cell, officials tell @ABC News. https://t.co/Co4vIMzfHW
— ABC News (@ABC) August 10, 2019
Epstein fannst í síðasta mánuði meðvitundarlaus í fangaklefa sínum og lék þá grunur um að hann hafi reynt að fremja sjálfsvíg.
Hann var sakaður um skipulagt mansal í vændisskyni. Áttu brotin sér flest stað í glæsihýsum hans á Manhattan og í Flórída árin 2002 til 2005. Epstein greiddi stúlkum stundum nokkur hundruð dali fyrir kynmök, en fram kom í ákæru að yngstu fórnarlömb hans hafi verið allt niður í 14 ára gömul, og hafi honum verið það fullljóst. Hann átti yfir höfði sér allt að 45 ára fangelsi.