Skotárás í mosku í Noregi

Vegfarandi tók þessa mynd utan við al-Noor-moskuna í Bærum nú …
Vegfarandi tók þessa mynd utan við al-Noor-moskuna í Bærum nú fyrir skömmu. Ljósmynd/Ábendinganetfang VG

Að minnsta kosti ein mann­eskja er sár eft­ir að skot­um var hleypt af í al-Noor-mosk­unni í Bær­um í Akers­hus, rétt utan við Ósló. Irf­an Mus­htaq, for­stöðumaður mosk­unn­ar, grein­ir frá „hvít­um manni í ein­kenn­is­bún­ingi og með hjálm“ sem komið hafi vopnaður inn í mosk­una og hafið skot­hríð.

Fjöldi sjúkra­bíla er á staðnum auk lög­regluliðs og hef­ur lög­regla hand­tekið mann á staðnum. Ekki er vitað um ástand þess sem særður er.

Upp­fært klukk­an 15:48:

„Við vit­um ekki hvort fleiri hafi átt þátt í árás­inni,“ skrif­ar lög­regl­an í Ósló á Twitter nú fyr­ir skömmu. Enn frem­ur grein­ir hún frá því að árás­armaður­inn sé „ung­ur hvít­ur maður“ sem lög­regla þekki enn eng­in deili á. 

Lög­reglu barst fyrsta til­kynn­ing um árás­ina klukk­an 16:07, 14:07 að ís­lensk­um tíma. Mus­htaq seg­ir í sam­tali við staðarmiðil­inn Budstikka að árás­armaður­inn hafi komið inn í mosk­una og skotið eitt sókn­ar­barna mosk­unn­ar en lög­regla seg­ist enn ekki geta staðfest hvort áverk­ar fórn­ar­lambs­ins séu eft­ir byssu­skot.

„Við erum að vinna á vett­vangi núna og get­um enn sem komið er ekki gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Øyvind Myhre, talsmaður af­brota­vakt­ar (n. krim­vakta) lög­regl­unn­ar í Ósló við dag­blaðið VG.

TV2 grein­ir frá því að árás­armaður­inn hafi verið vopnaður hagla­byssu og skamm­byss­um og þegar tekið að hleypa af vopn­um sín­um eft­ir að hann kom inn í mosk­una.

Per Iversen, aðgerðastjóri lög­regl­unn­ar á vett­vangi, seg­ir við norska rík­is­út­varpið NRK að lög­regla hafi átt í erfiðleik­um með að skilja fyrstu til­kynn­ingu um árás­ina vegna þess hve litla norsku til­kynn­andi talaði. Hann seg­ir lög­reglu svo hafa áttað sig á al­vöru máls­ins og hafi þá allt til­tækt lið verið sent á vett­vang. Iversen seg­ist geta staðfest þá frá­sögn að árás­armaður­inn hafi verið í ein­kenn­is­bún­ingi og með hjálm og lög­regla hafi fundið mörg skot­vopn á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert