Rannsakað sem hryðjuverk

Viðbragðsaðilar með börur á vettvangi í gær.
Viðbragðsaðilar með börur á vettvangi í gær. AFP

Skotárásin í mosku í Noregi í gær er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir lögreglan í Ósló.

Að sögn talsmanns lögreglunnar í Ósló er maðurinn, sem er á þrítugsaldri, norskur. Lögreglan þekkti til hans áður en árásin var gerð en hann er ekki með „bakgrunn úr afbrotum“. Hann virðist ekki hafa átt sér vitorðsmann, að því er kom fram á BBC.

Maðurinn hóf skothríð í moskunni al-Noor í Bærum, nágrannasveitarfélagi Óslóar. Hann er í varðhaldi grunaður um að hafa skotið sér leið gegn­um glugga mosk­unn­ar og skotið svo á allt sem fyr­ir varð með mörg­um skot­vopn­um. Hálf­átt­ræður maður, sem hafði ný­lokið bæna­stund í mosk­unni, réðst á árás­ar­mann­inn og hafði hann und­ir. Sá hálfáttræði hlaut minni háttar meiðsli. 

Síðar fannst kona látin á heimili byssumannins og tengist hún honum fjölskylduböndum að sögn lögreglu.

Lögreglumaður á vettvangi í gær.
Lögreglumaður á vettvangi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert