Reyndi hún að stöðva árásarmanninn?

Árásarmaðurinn í dómsal í vikunni.
Árásarmaðurinn í dómsal í vikunni. AFP

Norska lög­regl­an vinn­ur nú út frá tveim­ur kenn­ing­um um það hvers vegna maður­inn, sem réðst vopnaður inn í mosku í bæn­um Bær­um á laug­ar­dag, myrti stjúp­syst­ur sína.

Árás­armaður­inn, sem hef­ur til þessa neitað að ræða við lög­reglu, hef­ur nú skipt um skoðun að því er NRK hef­ur eft­ir verj­anda hans Unni Fries. Seg­ir hún hann nú óska þess að út­skýra gjörðir sín­ar fyr­ir lög­reglu og hún hafi verið í sam­bandi við hana vegna þessa.

Pål-Fredrik Hjort Kra­by, lög­fræðing­ur lög­regl­unn­ar í Ósló, seg­ir í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK, að önn­ur kenn­ing­in sé sú að stjúp­syst­ir­in, Zhangjia Ihle-Han­sen sem var af kín­versk­um ætt­um, hafi kom­ist að því hvað hann var að und­ir­búa. Hún hafi mögu­lega reynt að stöðva árás­ar­mann­inn og goldið fyr­ir með lífi sínu.

„Hin mögu­lega ástæðan er reiði árás­ar­manns­ins,“ sagði Kra­by. Syst­ir­in fannst lát­inn á heim­ili árás­ar­manns­ins eft­ir að hann hafði verið hand­tek­inn eft­ir að hafa skotið sér leið gegn­um glugga mosk­unn­ar og skotið svo á allt sem fyr­ir varð með mörg­um skot­vopn­um. Hálf­sjö­tug­ur maður, sem hafði ný­lokið bæna­stund í mosk­unni, réðst á árás­ar­mann­inn og hafði hann und­ir. 

NRK seg­ir bys­su­m­ann­inn hafa til­heyrt skot­klúbbi og lög­regla hafi staðfest það. „Við vit­um að marg­ir skot­klúbb­ar veita fé­lög­um sín­um aðgang að skot­vopn­um sem þeir geta notað við æf­ingu og við skoðum það,“ sagði Kra­by.

Ar­ild Groven, formaður norsku skot­vopna­sam­tak­anna Nor­ges Skytter­for­bund, staðfesti við norska Ver­d­ens Gang-dag­blaðið að maður­inn hafi verið fé­lagi í skot­klúbbi á Ósló­arsvæðinu.

„Það er hræðilegt að frétta að hann hafi verið fé­lagi í skot­klúbbi. Hann hef­ur verið fé­lagi í Stor-Oslo Sky­teklubb frá 2018, en það er al­veg ljóst að hann hef­ur ekki haft aðgang að vopni þar,“ sagði Groven.

Norska lög­regl­an greindi frá því á miðviku­dag að um 50 lög­reglu­menn vinni nú að rann­sókn á til­ræðinu við mosk­una í Bær­um, en áður hef­ur verið greint frá því að málið sé rann­sakað sem hryðju­verk. „Við höf­um frá því á laug­ar­dag, unnið næst­um all­an sól­ar­hring­inn að þessu máli,“ sagði Kra­by. 

Dóm­ari við Héraðsdóm Ósló­ar (n. Oslo tingrett) úr­sk­urðaði í viku­byrj­un að hann skyldi sæta fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi, þar af tvær vik­ur í ein­angr­un. Árás­armaður­inn neit­ar hins veg­ar sök.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert