Tuttugu manns að minnsta kosti særðust og óttast er að fjölmargir hafi látist þegar sprengja sprakk síðdegis í dag í brúðkaupi sem fram fór á hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Sjónarvottar lýsa gríðarlegri sprengingu í þeim hluta brúðkaupsins þar sem karlkyns gestir þess komu saman. Við það hafi brúðkaupsgestirnir hlaupið út úr hótelinu öskrandi.
Salurinn, hvar brúðkaupið fór fram, fylltist af reyk í um 20 mínútur segir í frétt AFP. Óttast er að fjöldi manns hafi látið lífið. Sjónarvottar hafa sagt að þeir hafi séð mörg lík.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni.