Kennir náttúruverndarsamtökum um

Gervitunglamynd frá NASA af skógareldunum í Brasilíu.
Gervitunglamynd frá NASA af skógareldunum í Brasilíu. AFP

Skógareldarnir í Brasilíu eru eitt heitasta umræðuefni samfélagsmiðla í dag og hefur myllumerkið #PrayForAmazonas verið mest notað allra á Twitter, eða um 250 þúsund sinnum.

Samkvæmt opinberum tölum hafa 73 þúsund skógareldar kviknað í Brasilíu það sem af er ári, eða mesti fjöldi síðan 2013, og kviknuðu flestir þeirra í Amazon-frumskóginum, sem gegnir mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu jarðarinnar.

Netverjar hafa miklar áhyggjur af ástandinu og World Wildlife Fund hefur kennt skógareyðingu í nafni landbúnaðar um aukinn fjölda elda. Jair Bolsonero, forseti Brasilíu, hefur hins vegar gefið í skyn að náttúruverndarsamtök hafi kveikt elda til þess að láta hann og ríkisstjórn hans líta illa út eftir að dregið var úr styrkjum til náttúruverndarsamtaka.

Vika er síðan Bol­son­aro rak yf­ir­mann Geimrannsóknarstofnunar Brasilíu vegna deilna um fram­setn­ingu henn­ar á staðreynd­um um eyðingu regn­skóga lands­ins. Vernd­arsinn­ar hafa sagt Bol­son­aro standa á sama um Amazon, en hann hefur hvatt skóg­ar­höggs­menn og bænd­ur til áfram­hald­andi nýt­ing­ar á regn­skóg­inum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert