Skógareldarnir í Brasilíu eru eitt heitasta umræðuefni samfélagsmiðla í dag og hefur myllumerkið #PrayForAmazonas verið mest notað allra á Twitter, eða um 250 þúsund sinnum.
Samkvæmt opinberum tölum hafa 73 þúsund skógareldar kviknað í Brasilíu það sem af er ári, eða mesti fjöldi síðan 2013, og kviknuðu flestir þeirra í Amazon-frumskóginum, sem gegnir mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu jarðarinnar.
Netverjar hafa miklar áhyggjur af ástandinu og World Wildlife Fund hefur kennt skógareyðingu í nafni landbúnaðar um aukinn fjölda elda. Jair Bolsonero, forseti Brasilíu, hefur hins vegar gefið í skyn að náttúruverndarsamtök hafi kveikt elda til þess að láta hann og ríkisstjórn hans líta illa út eftir að dregið var úr styrkjum til náttúruverndarsamtaka.
It has been burning for about THREE WEEKS and the medias aren't doing ANYTHING.
— 💫 (@min_cln) August 21, 2019
WHY ARE YOU SO CALM WHEN IT COMES TO THE DAM EARTH’S LUNG LIKE GOOD LUCK WITH SURVIVING WITHOUT BREATHING Y’ALL, ASSHOLES.#PrayforAmazonas pic.twitter.com/NtR1kXp3fr
Vika er síðan Bolsonaro rak yfirmann Geimrannsóknarstofnunar Brasilíu vegna deilna um framsetningu hennar á staðreyndum um eyðingu regnskóga landsins. Verndarsinnar hafa sagt Bolsonaro standa á sama um Amazon, en hann hefur hvatt skógarhöggsmenn og bændur til áframhaldandi nýtingar á regnskóginum.