Sakar gyðinga um ótryggð

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, seg­ir að banda­rísk­ir gyðing­ar sem kjósi Demó­krata­flokk­inn sýni annaðhvort al­gjör­an þekk­ing­ar­skort eða ótryggð (e. great disloyalty). Um­mæli for­set­ans hafa vakið mikla gagn­rýni þar sem hann not­ar klisju ras­ista sem saka gyðinga um tvö­feldni (e. dual loyalty).

Þingkonurnar Rashida Tlaib og Ilhan Omar.
Þing­kon­urn­ar Rashida Tlaib og Ilh­an Omar. AFP

Ráð gyðinga inn­an Demó­krata­flokks­ins, Jewish Democratic Council of America, seg­ir að for­set­inn sé að reyna að nýta sér gyðinga­hat­ur í póli­tísk­um til­gangi. Um­mæl­in féllu í kjöl­far árása Trumps á tvær þing­kon­ur demó­krata en Trump hef­ur ít­rekað sakað þær Ilh­an Omar og Rashida Tlaib um gyðinga­hat­ur.

Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og þátttakandi í forvali demókrata, er gyðingur …
Bernie Sand­ers, öld­unga­deild­arþingmaður og þátt­tak­andi í for­vali demó­krata, er gyðing­ur og seg­ist vera stolt­ur af því. AFP

Vegna þrýst­ings frá Trump synjuðu stjórn­völd í Ísra­el Omar og Tlaib um heim­ild til að koma til lands­ins. Kon­urn­ar hafa báðar gagn­rýnt rík­is­stjórn Ísra­els og ætluðu að heim­sækja bæði Vest­ur­bakk­ann og Aust­ur-Jerúsalem. Stjórn­völd í Ísra­el ákváðu síðan að heim­ila Tlaib að heim­sækja ömmu henn­ar sem býr á Vest­ur­bakk­an­um en Tlaib neitaði að fall­ast á skil­yrði stjórn­valda. 

Ný­leg­ar skoðanakann­an­ir sýna að mik­ill meiri­hluti banda­rískra gyðinga lít­ur á sig sem demó­krata. 

Frétt BBC

Frétt CNN

Frétt New York Times

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert