Eldarnir í Amazon „alþjóðleg krísa“

Boris Johnson í París í gær, áður en hann fundaði …
Boris Johnson í París í gær, áður en hann fundaði með Macron Frakklandsforseta. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að skógareldarnir sem nú brenna í Amazon-regnskóginum séu ekki einungis átakanlegir, heldur séu þeir einnig „alþjóðleg krísa“.

Johnson segir á Twitter-síðu sinni að Bretar séu tilbúnir að veita alla þá hjálp sem þeir geti til þess að ná stjórn á eldunum og hjálpa til við að vernda regnskóginn, sem sé eitt helsta undur veraldar.


Búast má við því að skógareldarnir í Amazon verði á meðal umræðuefna stjórnmálaleiðtoga á G7-fundinum, sem hefst á næstu dögum í suðurhluta Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert