Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að skógareldarnir sem nú brenna í Amazon-regnskóginum séu ekki einungis átakanlegir, heldur séu þeir einnig „alþjóðleg krísa“.
Johnson segir á Twitter-síðu sinni að Bretar séu tilbúnir að veita alla þá hjálp sem þeir geti til þess að ná stjórn á eldunum og hjálpa til við að vernda regnskóginn, sem sé eitt helsta undur veraldar.
The fires ravaging the Amazon rainforest are not only heartbreaking, they are an international crisis. We stand ready to provide whatever help we can to bring them under control and help protect one of Earth’s greatest wonders.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 23, 2019
Búast má við því að skógareldarnir í Amazon verði á meðal umræðuefna stjórnmálaleiðtoga á G7-fundinum, sem hefst á næstu dögum í suðurhluta Frakklands.