„Heimili okkar brennur“

AFP

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, seg­ir að skógar­eld­arn­ir, sem aldrei hafa verið jafn tíðir, í Amazon-regn­skóg­in­um sé vanda­mál alls heims­ins sem eigi að vera helsta umræðuefnið á leiðtoga­fundi sjö helstu iðnríkja heims, G7. „Heim­ili okk­ar brenn­ur,“ skrif­ar Macron í færslu á Twitter. 

For­seti Bras­il­íu, Jair Bol­son­aro, svaraði að bragði með því að saka Macron um að nota mál­efnið í póli­tísk­um til­gangi. Hann seg­ir að kraf­an um að ræða skógar­eld­ana á G7-fund­in­um, sem Bras­il­ía tek­ur ekki þátt í, vera ákall fyrr­ver­andi ný­lendu­herra.

AFP

Amazon, sem er stærsti regn­skóg­ur heims, er ómiss­andi fyr­ir kol­efn­is­hringrás heims­ins sem hæg­ir á hlýn­un jarðar. 

Upp­lýs­ing­ar sem fengn­ar eru úr gervi­tungla­mynd­um Inpe (Nati­onal Institu­te for Space Rese­arch) sýna að skógar­eld­um hef­ur fjölgað um 85% í ár í Bras­il­íu. Lang­flest­ir þeirra brenna í Amazon-skóg­in­um.

Rík­is­stjórn Bol­son­aro hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir hlut­deild sína með því að hvetja bænd­ur og skóg­ar­höggs­menn til þess að ryðja meira land.

Bol­son­aro seg­ir hins veg­ar sjálf­ur að óop­in­ber sam­tök hafi kveikt eld­ana en viður­kenn­ir að hann hafi ekk­ert und­ir hönd­um sem styður þær full­yrðing­ar. Í gær sagði hann aft­ur að móti að hann vissi að bænd­ur gætu átt hlut að máli. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert