Lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst loka fjórum bækistöðvum sínum á Spáni í byrjun næsta árs. Það er á Kanaríeyjunum Gran Canaria, Tenerife, Lanzarote og í borginni Gerona á Spáni. Um 500 manns missa vinnuna fyrir vikið.
Félagið segir ástæðuna meðal annars vera að of mikil samkeppni ríkir á evrópskum markaði með farþega á stuttum flugleiðum. Félagið hefur átt erfitt uppdráttar á síðust misserum bæði hafa tekjur dregist saman sem og hafa Boeing 737 Max vélarnar sett strik í reikninginn. Dregist hefur að framleiðandi þeirra afhendi Max þoturnar og eftir standa um níu hundruð flugmanna og flugþjóna verkefnalaus.
Talsmenn félagsins nefna einnig Brexit og þeirri óvissu sem því fylgir sem ástæðu fyrir samdrættinum. Talið er einnig að fyrirhugað 10 daga verkfall starfsfólks flugfélagsins í september hafi einnig áhrif á ákvörðunina.