Sakar Bolsonaro um lygar

„Í ljósi afstöðu Brasilíu undanfarnar vikur getur forsetinn ályktað að …
„Í ljósi afstöðu Brasilíu undanfarnar vikur getur forsetinn ályktað að Bolsonaro forseti hafi logið að honum í Osaka.“ AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti tel­ur að Jair Bol­son­aro, for­seti Bras­il­íu, hafi logið að hon­um um stefnu Bras­il­íu í lofts­lags­mál­um. Því hyggst Macron nú tala gegn viðskipta­samn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins og ríkja Suður-Am­er­íku.

„Í ljósi af­stöðu Bras­il­íu und­an­farn­ar vik­ur get­ur for­set­inn ályktað að Bol­son­aro for­seti hafi logið að hon­um í Osaka,“ seg­ir talsmaður Macron, og á við fund G20 ríkj­anna sem fram fór í Osaka í Jap­an í júní.

Talsmaður Macron seg­ir að um­mæli sem bras­il­ísk­ir ráðamenn hafi látið falla und­an­farn­ar vik­ur gæfu til kynna að að Bol­sonero hygðist ekki standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar í lofts­lags­mál­um eða bregðast við ákalli um að viðhalda líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika Amazon-regn­skóg­ar­ins.

„Í þess­um aðstæðum mun Frakk­land setja sig upp á móti Mercos­ur [fríversl­un­ar­samn­ingi ESB og Suður-Am­er­íku].“ 

Macron hef­ur farið fram á að það sem hann kall­ar neyðarástand í Amazon verði rætt á fundi leiðtoga G7-ríkj­anna. Nú hef­ur Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, tekið und­ir með Macron.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert