Íbúar óttast um heilsufar

AFP

Hundruð nýrra skógar­elda loga í Amazon-regn­skóg­in­um í norður­hluta Bras­il­íu, að því er fram kem­ur í töl­um frá stjórn­völd­um. Auk­inn þrýst­ing­ur er frá alþjóðasam­fé­lag­inu um að for­seti Bras­il­íu, Jair Bol­son­aro, grípi til aðgerða til að ná stjórn á verstu skógar­eld­um á svæðinu árum sam­an. 

Brasilíski herinn hefur verið sendur á vettvang.
Bras­il­íski her­inn hef­ur verið send­ur á vett­vang. AFP

Amazon-regn­skóg­arn­ir eru alls um 5,5 millj­ón­ir fer­kíló­metra að stærð og stærst­ur hluti svæðis­ins er í Bras­il­íu. Regn­skóg­ar eru teg­unda­rík­ustu vist­kerfi heims­ins og þeim hef­ur verið lýst sem lung­um jarðar. Marg­ir fræðimenn telja að um 20% af ný­mynd­un súr­efn­is á jörðinni eigi sér stað í Amazon-skóg­un­um sem eru stærsta regn­skóga­svæði jarðar, að því er fram kem­ur í grein eft­ir Jón Má Hall­dórs­son líf­fræðing á Vís­inda­vefn­um. Enn frem­ur er mikið af kol­efni bundið í regn­skóg­un­um og eyðing þeirra get­ur aukið gróður­húsa­áhrif sem eru tal­in stuðla að lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni.

Jón Már bend­ir m.a. á að í „gríðarlega fjöl­breyttri fánu og flóru regn­skóg­anna“ séu „ýmis efni sem gætu nýst til að vinna á sjúk­dóm­um í nán­ustu framtíð“. Segja megi að regn­skóg­arn­ir séu „lyfja­safn af stjarn­fræðilegri stærðargráðu“.

AFP

Land­búnaður er helsta ástæða þess að gengið hef­ur stór­lega á regn­skóga jarðar síðustu ára­tugi. Skógareyðing­in á Amazon-svæðinu er einkum rak­in til vax­andi naut­griparækt­ar vegna mik­ill­ar spurn­ar eft­ir nauta­kjöti á Vest­ur­lönd­um. Marg­ir fá­tæk­ir bænd­ur í Bras­il­íu hafa beitt þeirri aðferð að brjóta gróður­inn niður til að brenna hann og taka nýtt land til rækt­un­ar. Hætt er þá við að bænd­urn­ir missi stjórn á eld­in­um og hann breiðist út með al­var­leg­um af­leiðing­um fyr­ir dýra- og plöntu­lífið.

AFP

Íbúar í höfuðstað Rondônia-rík­is, Porto Vel­ho, segja að það sem virðist vera ljós ský yfir borg­inni sé alls ekki ský held­ur reyk­ur frá eld­un­um. „Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af um­hverf­inu og heil­brigði,“ seg­ir Delm­ara Conceicao Silva í viðtali við AFP. Hún seg­ir að dótt­ir henn­ar sé með önd­un­ar­færa­sjúk­dóm og líðan henn­ar hafi versnað vegna eld­anna. 

Skógar­eld­arn­ir eru helsta umræðuefnið á leiðtoga­fundi G7-ríkj­anna í franska bæn­um Biar­ritz um helg­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­völd­um í Bras­il­íu hafa kviknað 78.383 eld­ar það sem af er ári. Yfir helm­ing­ur eld­anna er í Amazon þar sem yfir 20 millj­ón­ir búa. Um 1.663 eld­ar kviknuðu á fimmtu­dag og föstu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert