„Ég sagði þetta aldrei“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekkert til í því að hann …
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekkert til í því að hann hafi beðið heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna að kanna hvort hægt sé að nota kjarnorkusprengjur til að koma í veg fyrir að fellibyljir nái að ströndum Bandaríkjanna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir það fá­rán­legt að hann hafi beðið heima­varn­ar­ráðuneyti Banda­ríkj­anna að kanna hvort hægt sé að nota kjarn­orku­sprengj­ur til að koma í veg fyr­ir að felli­bylj­ir nái að strönd­um Banda­ríkj­anna. 

„Ég sagði þetta aldrei. Þetta eru bara fleiri FALS­FRÉTTIR!“ sagði Trump í færslu á Twitter í morg­un. 

Frétta­vef­ur­inn Ax­i­os greindi frá þessu í gær og vísaði í heim­ild­ar­menn sem sátu fund með for­set­an­um í Hvíta hús­inu.

Viðbrögðin hafa hins veg­ar ekki látið á sér standa, sér­stak­lega frá vís­inda­mönn­um sem eru ekki par hrifn­ir af hug­mynd­inni, óháð því hvort hún komi frá for­set­an­um eða ekki. 

Vís­inda­menn banda­rísku haf­rann­sókn­ar- og lofts­lags­stofn­un­ar­inn­ar, Nati­onal Oce­anic and At­mospheric Adm­in­istrati­on (NOAA), segja að af­leiðing­ar þess að varpa kjarn­orku­sprengju inn í miðju felli­byls yrðu gjör­eyðandi. 

BBC hef­ur eft­ir vís­inda­mönn­um NOAA að kjarn­orku­sprengja gæti haft lít­il sem eng­in áhrif á felli­byl en að geisla­virkt of­an­fall sprengj­unn­ar geti hæg­lega dreifst með vindi og borist til nær­liggj­andi landsvæða. 

Þá sé erfitt að meta hvaða storm­ar umbreyt­ist í felli­byli. Um 80 storm­ar mynd­ast á Atlants­hafi á tíma­bil­inu sem nær frá 1. júní til nóv­em­ber­loka en aðeins um fimm þeirra verða að felli­bylj­um. Því er eng­in leið til að meta hvaða storm­ar verði að felli­bylj­um að sögn NOAA. 

Líf­leg­ar umræður hafa einnig skap­ast á Twitter und­ir myllu­merk­inu #Thats­HowT­heA­poca­lypseSt­arted, eða í laus­legri þýðingu: Þannig byrjaði heimsend­ir­inn.




mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert