Thunberg nálgast New York

12 dagar eru síðan sænski aðgerasinninn Greta Thunberg lagði af …
12 dagar eru síðan sænski aðgerasinninn Greta Thunberg lagði af stað yfir Atlantshafið á vistvænni skútu. AFP

Sænski aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg er vænt­an­leg til hafn­ar í New York á morg­un. Tæp­ar tvær vik­ur eru síðan hún lagði af stað með skútu frá Plymouth á Englandi yfir Atlants­hafið til að taka þátt í lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í New York. 

Thun­berg hef­ur veitt al­menn­ingi inn­sýn í sigl­ing­una með dag­leg­um upp­færsl­um á Twitter og sam­kvæmt nýj­ustu færsl­unni er skút­an vænt­an­leg til hafn­ar á morg­un, tveim­ur dög­um á und­an áætl­un, sök­um mik­ils meðvinds. 

Sem kunn­ugt er flýg­ur Thun­berg ekki af lofts­lags­ástæðum og því hef­ur hún ekki enn farið til Vest­ur­heims að bera út boðskap sinn. Thun­berg mun einnig hitta banda­rísk ung­menni og taka þátt í lofts­lags­mót­mæl­um áður en hún tek­ur þátt í ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna 23. sept­em­ber.

Áhöfn 18 metra löngu keppn­is­skút­unn­ar Malizia II bauð Thun­berg og föður henn­ar að fljóta með yfir hafið. Skip­stjór­ar skút­unn­ar er Pier­re Casirag­hi, son­ur Karólínu prins­essu af Mónakó, og sigl­ingakapp­inn Bor­is Her­mann sem hef­ur siglt um­hverf­is heim­inn á skút­unni. Malizia II er knú­in sólarraf­hlöðum og sér­stakri túr­bínu sem fram­leiðir raf­magn með vist­væn­um hætti.



20. ág­úst var ár liðið síðan Thun­berg ákvað að hætta að mæta í skól­ann á föstu­dög­um og hefja lofts­lags­verk­fall fyr­ir utan sænska þing­húsið. Á þessu eina ári hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar og mörg ung­menni hafa tekið sér Thun­berg til fyr­ir­mynd­ar og mót­mælt á hverj­um föstu­degi víða um heim, þar á meðal á Íslandi.

Ferð Thun­berg yfir Atlants­hafið hef­ur ekki verið laus við gagn­rýni, sér­stak­lega eft­ir að talsmaður Her­mann sagði í sam­tali við þýska fjöl­miðla að fólki yrði flogið til New York til að koma skút­unni aft­ur til Evr­ópu. Her­mann mun sjálf­ur fljúga frá Banda­ríkj­un­um. 

Sjálf hef­ur Thun­berg sagt að hún viti ekki ennþá hvernig hún ætli að snúa heim til Svíþjóðar að ferðinni lok­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka