Brasilía hafnar boði G7 um fjárstuðning

Óvenjumargir gróðureldar loga nú í Brasilíu, flestir þeirra í Amazon.
Óvenjumargir gróðureldar loga nú í Brasilíu, flestir þeirra í Amazon. AFP

Stjórn­völd í Bras­il­íu hafa hafnað boði G7-ríkj­anna um fjár­hagsaðstoð til að ráða niður­lög­um gróðureld­anna í Amazon-regn­skóg­un­um.

Emm­anu­el Macron, sem var gest­gjafi fund­ar­ins, til­kynnti í gær að 20 millj­ón­um doll­ara yrði varið verk­efn­is­ins, sem bras­il­ísk yf­ir­völd svo höfnuðu.

BBC seg­ir bras­il­íska ráðamenn ekki hafa gefið neina skýr­ingu á að hafna fjár­gjöf­inni, en for­seti lands­ins, Jair Bol­son­aro, hef­ur áður sakað Frakka um að koma fram við Bras­il­íu eins og ný­lendu­ríki.

Full­yrðir varn­ar­málaráðherra Bras­il­íu, Fern­ando Azevedo e Silva, að eld­arn­ir séu ekki stjórn­laus­ir og að 44.000 her­menn hafi verið send­ir á vett­vang til að ráða niður­lög­um þeirra og til að berj­ast gegn um­hverf­is­glæp­um í Amazon-skóg­un­um.

Onyx Lor­enzoni, starfs­manna­stjóri Bol­son­aro, tjáði sig við Glo­bo-vefsíðuna um fjár­gjöf­ina. „Takk, en kannski þess­um fjár­mun­um verði bet­ur varið til að græða upp skóga Evr­ópu,“ sagði hann og bætti svo við: „Macron get­ur ekki einu sinn komið í veg fyr­ir fyr­ir­sjá­an­leg­an elds­voða í kirkju sem er hluti af menn­ing­ar­minj­um heims og svo ætl­ar hann að fara að kenna okk­ur eitt­hvað?“ Vísaði Lor­enzoni þar til brun­ans í Notre Dame-kirkj­unni í Par­ís í apríl.

Sagði hann því næst Bras­il­íu geta kennt „hvaða þjóð sem er“ að verja skóga.

Óvenjumarg­ir gróðureld­ar loga nú í Bras­il­íu, flest­ir þeirra í Amazon sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá geim­rann­sókna­stofn­un lands­ins. Sagði Macron í síðustu viku eld­ana vera „alþjóðlegt hættu­ástand“.

Hafa gagn­rýn­end­ur sakað Bol­son­aro um að gera ástandið enn verra með orðræðu sem sé fjand­sam­leg um­hverf­is­mál­um.

Brasilískur bóndi gengur hér með hundi sínum í gegnum svæði …
Bras­il­ísk­ur bóndi geng­ur hér með hundi sín­um í gegn­um svæði sem sem orðið hef­ur eld­in­um að bráð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert