Trump hrósar Bolsonaro

Donald Trump og Bolsonaro í Hvíta húsinu í júlí síðastliðnum.
Donald Trump og Bolsonaro í Hvíta húsinu í júlí síðastliðnum. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er ánægður með störf Jair Bol­son­aro, for­seta Bras­il­íu, vegna skógar­eld­anna í Amazon og heit­ir hon­um full­um stuðningi.

Þessu greindi Trump frá á Twitter. Áhyggj­ur hafa víða verið uppi um áhrif eld­anna á lofts­lag heims­ins og að Bol­son­aro hafi ekki gert nægi­lega mikið til að slökkva þá.

Bol­son­aro og Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hafa meðal ann­ars átt í deil­um vegna eld­anna.

Bol­son­aro „er að leggja mjög hart að sér vegna eld­anna í Amazon og er al­mennt að vinna frá­bært starf fyr­ir al­menn­ing í Bras­il­íu – Ekki auðvelt,” tísti Trump.

„Hann og landið hans nýt­ur fullt stuðnings Banda­ríkj­anna!”

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert