Krefjast dauðarefsingar vegna hryðjuverkanna 11. september

Margir kusu heldur að stökkva til bana en brenna inni …
Margir kusu heldur að stökkva til bana en brenna inni þegar farþegaþoturnar skullu á tvíburaturnunum í New York. Wikipedia

Réttað verður yfir fimm meintum hryðjuverkamönnum, sem sagðir eru hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, föstudaginn 11. janúar árið 2021. Næstum því tveimur áratugum eftir að árásirnar áttu sér stað.

Khalid Sheikh Mohammed og fjórir aðrir meintir samverkamenn hans úr al Qaeda-samtökunum eru í haldi í fangabúðum bandaríska hersins á Guantanamo-flóa á Kúbu.

Saksóknarar munu krefjast dauðarefsingar yfir mönnunum hefur APF-fréttastofan eftir New York Times. Þeir eru ákærðir fyrir samsæri, stríðsglæpi, flugrán og hryðjuverk ásamt árásum á almenna borgara.

Pakistaninn Mohammed, sem er talinn vera 54 ára gamall, er talinn vera einn af höfuðpaurunum sem skipulögðu hryðjuverkin hræðilegu. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og framseldur til Bandaríkjanna í kjölfarið. Hann er sagður hafa verið pyntaður harkalega af bandarísku leyniþjónustunni, CIA, í því skyni að fá hann til að gefa upplýsingar um árásirnar og al Qaeda.

Khalid Sheikh Muhammed við handtöku og eftir handtöku. Hann er …
Khalid Sheikh Muhammed við handtöku og eftir handtöku. Hann er talinn einn af höfuðpaurunum bakvið hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. AFP

Ásamt honum eru þeir Walid bin Attash, Ramzi Binalshibh, Ali Abd Aziz Ali og Mustafa ali-Hawsawi ákærðir fyrir að hafa skipulagt og tekið þátt í hryðjuverkaárásunum. Tæplega þrjú þúsund manns létu lífið vegna þeirra.

Fimmmenningarnir verða fyrstu aðilarnir sem koma fyrir dómstóla í kjölfar þess að stjórnskipuð nefnd var sett á laggirnar til að taka á stríðinu gegn hryðjuverkum (e. War on Terror).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert